GolfTV: Þannig var sveiflan hjá þeim besta árið 1930
Bobby Jones var á sínum tíma einn sá allra besti í heiminum í golfíþróttinni. Hann er í þriðja sæti yfir flesta risatitla en alls vann hann 13 risamóti. Jones lést árið 1971 og hann var á hátindi ferilsins á árunum 1920-1930. Nýverið voru birtar upptökur af golfsveiflu Jones sem búið er að eiga við með nýjustu tækni. Þar er hægt að skoða sveifluna í hægri upptöku og eins og sjá má hefur sveiflan hans elst vel þrátt fyrir að áherslurnar séu aðrar í dag. Þessar upptökur eru frá árinu 1930.