Miðvikudagur 28. janúar 2015 kl. 00:01

GolfTV: Stórkostlegt pútt á réttum tíma á réttum stað

Madeline Kennedy sýndi snilldartakta í beinni sjónvarpsútsendingu á dögunum þar sem hún var að vekja athygli á söfnunarátaki vegna ALS sjúkdómsins. Kennedy var sjálf greind með sjúkdóminn árið 2012 en hún leikur golf með því að nota golfbíl.  Kennedy hefur sett sér það markmið að vekja athygli á sjúkdóminum sem að hennar mati er ekki nógu framarlega í forgangsröðinni hvað varðar fé sem fer í að rannsaka sjúkdóminn.



Það er óhætt að segja að golfhæfileikar Kennedy hafi komið henni og málstaðnum í fjölmiðla því þetta pútt af um 25 metra færi verður seint leikið eftir.



ALS eða Lou Gehrigs-sjúkdómur eru nöfn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary lateral sclerosis), þar sem aðeins efri taugungar skaddast og vaxandi vöðvarýrnun (e. progressive/spinal muscular atrophy), þar sem aðeins neðri taugungar skaddast. Lou-Gehrigs-sjúkdómur er nefndur eftir bandaríska hafnaboltaleikmanninum Lou Gehrig sem lést af völdum sjúkdómsins árið 1941. Fram til ársins 1995 átti hann metið fyrir að hafa spilað flesta leiki samfellt og var vegna þessa kallaður „Járnmaðurinn“. (heimild; vísindavefurinn).