GolfTV: Samantekt frá lokahringnum á Northern Trust
Það ríkti mikil spenna á lokahringnum á Northern Trust meistaramótinu í gær á PGA mótaröðinni. Fjölmargir kylfingar gerðu atlögu að sigrinum en það var Bandaríkjamaðurinn James Hahn sem var með stáltaugar þegar mest á reyndi. Hann sló frábær högg í þriggja manna bráðabana um sigurinn og tryggði sér síðan sigur með glæsilegu pútti fyrir fugli. Helstu atvikin frá lokahringnum og bráðabananum má sjá hér fyrir neðan.
Hahn tryggði sér þar með sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni og rétt um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Hahn setti niður gott pútt fyrir fugli á þriðju holu í bráðabana gegn Bandaríkjamanninum Dustin Johnson – en áður hafði Englendingurinn Paul Casey fallið úr keppni í bráðabananum.
Með sigrinum tryggði hinn 33 ára gamli Hahn sér keppnisrétt á Mastersmótinu á Augusta en hann hafði fyrir mótið leikið á 64 PGA mótum á ferlinum.
Það var mikil spenna á lokahringnum og margir sem gerðu atlögu að sigrinum. Sergio Garcia var í efsta sæti um tíma en hann fékk tvo skolla í röð á síðustu holunum og komst ekki í bráðabanann.