GolfTV: Poulter „sjankaði“ með miklum tilþrifum
Ian Poulter átti ótrúlegan kafla á Honda Classic meistaramótinu í gær. Enski kylfingurinn var með þriggja högga forskot þegar hann kom á 5. teig. Þar „sjankaði“ hann með 8-járninu svo eftir því var tekið – skrambi (+2) var niðurstaðan. Hann sló næsta upphafshögg út í vatn og fékk skolla (+1) en náði að vinna eitt högg til baka á 7. braut með fugli.
Poulter hefur aðeins sigrað á tveimur PGA mótum á ferlinum, fyrst árið 2010 og síðast árið 2012. Það er því nokkuð mikil pressa á honum að standa sig í dag þegar lokahringurinn fer fram.