Mánudagur 16. maí 2011 kl. 08:22

GolfTV: Motny myndi helst vilja leika með Langer og dáði Seve

Colin Montgomerie svarar nokkrum spurningum í þessu skemmtilega myndbandi sem má sjá hér að ofan. Monty segir að Þjóðverjinn Bernhard Langer sé sá kylfingur sem hann vilji helst leika með auk þess að hans helsta hetja á golfvellinum hafi verið Seve Ballesteros.

Montgomerie er 47 ára gamall og á að baki 40 sigra sem atvinnumaður. Hann hefur 31 sinni unnið á Evrópumótaröðinni og fjórum sinnum verið valinn kylfingur ársins.

Monty leiddi Evrópu til sigur í Ryder-bikarnum síðasta haust en ferill þessa skapstóra Skota hefur verið á nokkurri niðurleið á undanförnum árum. Hann hafði stefnt að því að spila sig inn í lið Evrópu sem mætir því bandaríska á næsta ári í Bandaríkjunum en það er fátt í spilunum um að það takist Monty.