Sunnudagur 1. febrúar 2015 kl. 00:01

GolfTV: Molinari gerði allt brjálað á TPC Scottsdale

Francesco Molinari gerði allt „vitlaust“ á meðal fjölmargra áhorfenda við 16. brautina á TPC Scottsdale vellinum í Phoenix í gær. Ítalski kylfingurinn sló draumahöggið og hann gat varla valið sé betri stað til þess að gera slíkt.



Rúmlega 20.000 áhorfendur sitja þétt á áhorfendastæðunum við þessa holu og er búist við að allt að 600.000 áhorfendur fari í gegnum áhorfendahliðin á þessu fjögurra daga móti. Molinari er ekki sá eini sem hefur farið holu í höggi á þessari holu í þessari viku.

Á miðvikudaginn á Pro/Am mótinu sló Dave Wood, sem er áhugamaður, draumahöggið og þá voru mörg þúsund áhorfendur að fylgjast með.




Molinari er sá áttundi frá árinu 1990 sem fer holu í höggi á þessari holu. Jarred Lyde gerði það síðast árið 2011 og hann leyndi ekki gleði sinni eftir það högg.

Tiger Woods lék í fyrsta sinn sem atvinnumaður á þessu móti árið 1997 og hann gerði allt brjálað þegar hann sló draumahöggið á þessari holu.