Þriðjudagur 17. febrúar 2015 kl. 13:18

GolfTV: Kylfuberi slasaðist illa á Pebble Beach

Það voru ýmis tilþrif sem sáust á lokahringnum á Pebble Beach um helgina þegar AT&T mótið fór þar fram. Jim Furyk lenti þar í vandræðum á sjöttu braut og gat hann bjargað sér út úr þeim með frábæru höggi úr erfiðri stöðu – eins og sjá má í myndbandinu.

Það voru ekki allir sem komust ómeiddir eftir slíkar „æfingar“ utan brautar á Pebble Beach. Kylfuberinn Brian Rush slasaðist alvarlega þegar hann féll niður bratta hlíð á vellinum en hann er kylfurberi fyrir Matt Bettencourt. Rush var utan brautar á 18. þegar hann féll niður bratta hlíð, hann rak höfuðið í stein, fékk heilahristing, axlarbrotnaði og brákaði framhandlegg.