GolfTV: Kafari fann 3-járnið frá Rory McIlroy
Eins og frægt er orðið þá kastaði Rory McIlroy 3-járninu sínu út í vatn á Blue Monster vellinum á öðrum keppnisdeginum á WGC-Cadillac heimsmótinu. Norður-Írinn var ekki sáttur við höggið og dúndraði kylfunni út í vatnið en hann baðst síðar afsökunar á framferði sínu.
Sagan af þessu 3-járni hélt áfram í gær þegar kafari fór og náði í kylfuna og verður hún eflaust boðinn upp á netinu fljótlega. Minna fer fyrir sögum af Marcel Siem en hann kastaði einnig 3-járninu út í vatnið við 8. braut á þessu móti í gær – en sú kylfa er enn týnd og tröllum gefin – enn sem komið er.
p>