Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 00:02

GolfTV: Hvíti hákarlinn sextugur – brot af því besta

Greg Norman fagnaði sextugsafmæli sínu í gær, 10. febrúar. „Hvíti hákarlinn“ eins og Norman hefur verið nefndur í um fjóra áratugi var í efsta sæti heimslistans í golfi um áraraðir og sigraði tvívegis á Opna breska meistaramótinu 1986 og 1993. Norman á þann vafasama heiður að hafa endað sjö sinnum í öðru sæti á risamóti en Opna breska er eina risamótið sem hann náði að vinna.  

Afrek Norman fyrir utan golfvöllinn eru enn fleiri og hann hagnaðist gríðarlega á vörumerkinu „Hvíti hákarlinn“. Hann hefur lagt fyrir sig golfvallahönnun, vínframleiðslu, fataframleiðslu, svo eitthvað sé nefnt. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem Norman hefur afrekað sem kylfingur og athafnamaður.