GolfTV: Grace tryggði sigurinn með stórkostlegu upphafshöggi
Branden Grace fagnaði sigri á Katar meistaramótinu sem lauk í dag og er þetta sjötti sigur Suður-Afríkumannsins á Evrópumótaröðinni. Grace var í harðri baráttu við Marc Warren frá Skotlandi um sigurinn en hann endaði höggi á eftir.
Lokastaðan:
Grace átti magnað upphafshögg á 16. braut þar sem hann sló inn á flöt á par 4 holunni og setti boltann rétt við holuna. Þar fékk hann örn og má segja að hann hafi tryggt sér sigurinn með þessu höggi. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og er þetta annar sigur hans á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili en hann sigraði á Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fór í Suður-Afríku.
Grace og Warren voru efstir og jafnir ásamt Emiliano Grillo og Bernd Wiesberger fyrir lokahringinn. Warren endaði einn í öðru sæti og Wiesberger varð þriðji. Eddie Pepperell varð fjórði. Bourdy og Grillo deildu fimmta sætinu á -15.