GolfTV: Frábær tilþrif í Volvo mótinu á Spáni
Það eru jafnan flott tilþrif þegar keppt er í holukeppni enda þurfa kylfingar þátt oft að taka áhættur til að ná forskoti eða vinna upp forskot. Í dag fór fyrsti hringurinn fram í Volvo Match Play Champioship holukeppnismótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni.
Rory McIlroy hafði betur gegn Retief Goosen með að setja niður gott vipp á 18. flötinni. Luke Donald sýndi einnig snilli sína á flötunum í dag og setti niður langt og erfitt pútt til að vinna leik sinn gegn Ryan Moore.
Samantekt frá fyrsta keppnisdegi á La Finca vellinum á Spáni má sjá hér að ofan.