Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 00:10

GolfTV: 19 ára áhugamaður með magnaða hæfileika

Cameron Davis er með ótrúlega hæfileika sem kylfingur. Hann er ástralskur meistari áhugamanna og er því eitt mesta efni Ástrala í golfíþróttinni. Davis segir að hann hafi sem barn prófað ýmsa hluti til þess að láta sér ekki leiðast. Hann sló því golfboltann ýmist með kylfum fyrir rétthenta – og einnig örvhenta.  Davis er rétthentur og slær hann um 200 metra högg með 4-járni og hann er aðeins 10-20 metrum styttri þegar hann slær með 4-járninu örvhent.

Davis, sem er 19 ára gamall, er í 148. sæti heimslista áhugamanna og í 8. sæti á þeim lista í heimalandinu. „Það eina sem ég reyni að gera er að spegla það sem ég geri rétthent þegar ég slæ örvhent,“ segir Davis þegar hann er inntur eftir leyndarmálinu.