GolfTV: 10 ára gaur gefur fimm góð golfráð
Zama Nxasana er aðeins 10 ára gamall en hann kann ýmislegt fyrir sér í golfíþróttinni. Nxasana er frá Suður-Afríku lék stórt hlutverki í heimildarmyndinni The Short Game sem sýnd var á Netflix en hann þykir eitt mesta efni sem komið hefur frá Suður-Afríku. Nxasana, sem er í 8. sæti á heimslistanum í sínum aldursflokki, hefur leikið 9 holur á 33 höggum og í þessu myndbandi gefur hann fimm bestu ráðin sem hann er með í pokahorninu.