Miðvikudagur 4. febrúar 2015 kl. 16:42

GolfTV: Er keppninni lokið um högg ársins 2015?

Ástralski kylfingurinn Richard Green hefur nú þegar blandað sér í baráttuna um golfhögg ársins 2015. Green hafði svo sannarlega heppnina með sér þegar hann var að leika  á Pro/AM móti á Australasian mótaröðinni í heimalandinu.

Hinn örvhenti Green dúndraði upphafshögginu í átt að flötinni á 15. braut sem er par 4 hola á Thirteenth Beach Golf Links vellinum. Höggið var langt frá því að vera fullkomið – boltinn rúllaði af krafti ofaní glompu og skaust þaðan inn á flötina og ofaní holuna.

Það var tilviljun að sjónvarpsupptaka náðist af þessu höggi en Green var frekar jarðbundinn þegar hann tjáði sig um Albatrossinn og draumahöggið en hann hefur aldrei áður afrekað þetta.