Góður sláttur skóp sigur hjá Aroni - stefnir á atvinnumennsku
Aron Snær Júlíusson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar segir að góður „sláttur“ með járnum og dræver hafi skipt mestu máli á Jaðrasvelli en hann varð Íslandsmeistari í höggleik í golfi 2021. Aron segist hafa beðið nokkuð lengi eftir þessum titli en hann hefur verið í titilbaráttu síðustu árin. Þetta er í fyrsta skipti sem hann verður Íslandsmeistari í golfi. „Þetta er stórt. Ég varð aldrei meistari í yngri flokkum og hef því beðið lengi. Markmiðið fyrir mótið var þetta, að vinna.“
Aron segist stefna ótrauður á atvinnumennsku og ætlaði að vera kominn lengra í því ferli ef ekki hefði komið einhver veira sem hefur truflað málið. Hann segist ungur og þolinmóður og því sé þetta í lagi. Aron ræddi við Pál Ketilsson að móti loknu.