Fullkominn endurkoma hjá Oosthuizen - Vann í Malasíu
Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku vann góðan sigur í Malaysian Open mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni. Oosthuizen lék samtals á 17 höggum undir pari í mótinu og varð þremur höggum á undan Skotanum Stephen Gallacher varð annar. Rafael Cabrera-Bello varð þriðji á 12 höggum undir pari ásamt þeim David Lipsky og Danny Willett.
Sigurinn hjá Oosthuizen er kærkominn en hann varð annar í Masters mótinu um síðustu helgi eftir að hafa tapað fyrir Bubba Watson í bráðabana. Oosthuzen flaug beint frá Bandaríkjunum til að vera með í mótinu en þrátt fyrir það var hann afar sprækur í mótinu.
„Ég hélt að ég yrði þreyttari. Ég lék vel og átti mjög fína viku. Að vinna risamót árið 2010 hefur hjálpað mér mikið og gert mig að betri kylfingi. Leikurinn hjá mér er betri og á þeim stað þar sem ég vil hafa hann,“ sagði Oosthuizen eftir sigurinn.