Fisher efstur í Katar – Garcia hóf titilvörnina á -3
Oliver Fisher fékk átta fugla á fyrsta keppnisdeginum á Katar meistaramótinu sem hófst í gær og er hluti af Evrópumótaröðinni. Enski kylfingurinn er með eitt högg í forskot en hann lék á 65 höggum eða -7. Rafael Cabrera-Bello var þar næstur en á -5 er fjölmennur hópur kylfinga og má þar nefna Ernie Els og Paul Lawrie. Spánverjinn Sergio Garcia hefur titil að verja á þessu móti. Þetta er fyrsta mótið hjá Garcia á þessu ári og lék hann á -3.
Staðan á mótinu: