Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 10. nóvember 2023 kl. 10:55

Er Veigar orðinn föðurbetrungur?

„Það er það fallega við leikinn okkar, að maður með 30 í forgjöf getur unnið mann með 0 í forgjöf,“ segir Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í golfi 2005 og golfkennari en kylfingur ræddi við hann og Veigar son hans á Costa Ballena golfsvæðinu á Spáni á dögunum. Heiðar fór yfir ferilinn, hvað hann er að gera í dag og Veigar sonur hans sagði frá sínum markmiðum í golfinu. Blaðamaður kylfings og Magnús Birgisson frá Golfsögu léku 18 holur með þeim feðgum og við heyrðum í þeim eftir hringinn.