Donald Trump lét Rory fá 3-járnið til baka – notaði það ekki
Rory McIlroy náði sér ekki á strik á WGC-Cadillac heimsmótinu sem lauk á sunnudaginn með sigri Dustin Johnson. McIlroy vakti samt sem áður mikla athygli á mótinu og þá sérstaklega kylfukastið á 8. braut þar sem hann henti 3-járninu út í vatn eftir misheppnað högg. Kafari náði í kylfuna á þriðja keppnisdeginum og Donald Trump eigandi Doral þar sem mótið fór fram afhenti McIlroy kylfuna á æfingsvæðinu. Trump sagði að það væri óheppilegt að vera með 13 kylfur í pokanum og það myndi ganga betur ef McIlroy væri með 14 kylfur.
McIlroy lét sig hafa það og var með 3-járnið í pokanum á lokahringnum án þess að nota það. Hann gaf Trump járnið eftir hringinn og verður það til sýnis á Doral í framtíðinni.
McIlroy lék með 13 kylfur á laugardeginum og taldi hann sig ekki þurfa á því að halda. McIlroy segir að hann sé frekar með fjögur fleygjárn í pokanum í stað þess að vera með 3-járn.
p>