Mánudagur 16. maí 2011 kl. 07:04

Clarke kátur að komast á sigurbraut á ný

Norður-Írinn Darren Clarke var kátur eftir að hafa sigrað á Iberdrola Open mótið sem fram fór á Evrópumótaröðinni á Spáni um helgina. Clarke lék á sex höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Chris Wood sem glutraði niður fjögurra högga forystu í mótinu.

Það er þungu fargi af mér létt að hafa loksins náð sigri eftir þriggja ára bið. Ég er himinlifandi með spilamennskuna á lokahringnum og að ná sigri. Á sama tíma finn ég hins vegar til með Chris Wood, hann er ungur, frábær kylfingur og ég hef verið í sömu stöðu og hann,“ sagði Clarke en sigurinn um helgina var hans þrettándi á Evrópumótaröðinni.

Clarke nýtti einnig tækifærið og minntist Seve Ballesteros sem lést nýverið eftir erfið veikindi. „Evrópskt golf væri ekki í sömu stöðu og það er í dag ef ekki hefði verið fyrir Seve.“

Nánar er rætt við Clarke í viðtalinu hér að ofan.