Bjarki æfði lítið í vor og safnaði peningum fyrir fyrsta atvinnumannaárinu
Bjarki Pétursson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar æfði lítið í vor á tímum Covid-19 en safnaði þess í stað peningum til að eiga fyrir fyrsta árinu í atvinnumennsku. Bjarki varð Íslandsmeistari karla í höggleik 2020 en leikið var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Bjarki var ánægður með árangurinn á mótinu sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og endaði á nýju mótsmeti, 13 undir pari. Íslandsmeistarinn sagðist hafa náð að einbeita sér mjög vel og ekki síst á síðustu 9 holunum þegar hann stakk andstæðinga sína af. Bjarki var að hefja sinn atvinnumannaferil þegar Covid-19 skall á og því varð sú byrjun ekki sú sem hann hafði áætlað. Hann snerti kylfurnar lítið, var meira með hamar á lofti í smíðavinnu til að safna tekjum fyrir komandi tíð í atvinnumennskunni. Bjarki er sóknarkylfingur og er með háleit markmið í hverju 4 daga móti sem hann segir frá í viðtali við Pál Ketilsson.