Fimmtudagur 22. janúar 2015 kl. 10:45

Birgir með snilldartakta á fiðlunni í laginu „Ég lifi í draumi“

Stór hópur af afreksíþróttafólki landsins og þjálfurum kom saman á dögunum til þess að leika í auglýsingu á vegum Íslenskrar Getspár. Þar fer lagahöfundurinn Eyjólfur Kristjánsson fremstur í flokki með nýjan texta við lag sitt „Ég lifi í draumi“ sem samið var fyrir „Landslagskeppnina“ seint á síðustu öld.

Eins og sjá má í myndbandinu tekur íþróttafólkið að  sér ný hlutverk í þessu tónlistarmyndbandi og útkoman er bráðskemmtileg. Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik karla, sýnir frábær tilþrif í strengjasveitinni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan er myndbandið við lagið – og einnig er heimildarmyndband þar sem skyggnst er á bak við tjöldin þegar myndbandið var tekið upp.