Bill Clinton segir að golfíþróttin sé besta „slökunin“
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur vakið athygli fyrir hve oft hann leikur golf og þykir mörgum nóg um. Margir forsverar hans í þessu embætti hafa einnig leikið mikið golf og þar á meðal Bill Clinton – en hann er ekki í vafa um að golfíþróttin sé besta aðferðin til þess að slaka á og ná áttum í annasömu starfi.
„Ég held að golfíþróttin sé besta „meðferðin“ sem forsetinn getur fengið. Það er ekki eins það sé sambandslaust úti á golfvellinum – ég hef átt mörg samtöl í gegnum síma í alþjóðlegu samstarfi á golfvellinum,“ sagði Clinton í viðtali á Humana meistaramótinu en góðgerðasamtök sem hann stendur að eru bakhjarl mótsins.
Obama hefur leikið yfir 200 golfhringi frá því hann tók við embætti en það er langt frá því að vera met. Dwight Eisenhower lék yfir 800 hringi og Woodrow Wilson náði 1000 golfhringjum á meðan hann var í embætti.