Þriðjudagur 21. júní 2016 kl. 17:39

Berglind í kylfings-viðtali: Hausinn og púttin duttu inn

„Ég hef lengi unnið að þessu markmiði og núna tókst það loksins. Ég hef alltaf verið þolinmóð og æft mikið en það hefur ekki alltaf gengið upp. Núna fóru púttin sem ég hef verið að æfa mikið að detta ofaní og það skilað árangri. Það var komin tími á þetta hjá mér,“ sagði Berglind Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, KPMG-bikarnum sem lauk á Hólmsvelli í Leiru í dag.

Sjá hér viðtal við Berglindi og myndir úr leik hennar og Ragnhildar í dag.

Berglind með móður sinni sem sinnti störfum kylfu-„sveins“.