Axel í forystu á Jaðarsvelli
- viðtöl við Axel Bóasson og Gísla Sveinbergsson
Keilismaðurinn Axel Bóasson er með forystu á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli en hann jafnaði vallarmet Arons Snæs Júlíussonar frá fyrsta keppnisdegi þegar hann lék á fjórum undir pari. Fjórir aðrir kylfingar gerðu það reyndar líka en Axel leiðir mótið á -4.
Þrír kylfingar eru á -3, þeir Gísli Sveinbergsson úr GK, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Rúnar Arnórsson úr GK. Þrír kylfingar eru á -2. Það stefnir því í hörku baráttu næstu tvo daga.
Gísli glaðbeittur á Jaðarsvelli.