Axel er sjóðheitur og högglangur - „Vindurinn var mikil áskorun“
Vann sinn eina Íslandsmeistaratitil í höggleik í Leiru 2011. Vill bæta öðrum við í safnið
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili var öryggið uppmálað á þriðja hring og leiðir nú með þremur höggum fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. „Talsvert erfiðari aðstæður í dag voru mikil áskorun, sérstaklega á fyrri níu holunum í hrauninu en þetta gekk vel,“ sagði forystusauðurinn eftir að hafa leikið á -4 á þriðja hring. Hann fékk 6 fugla og tvo skolla.
Það er ekkert launungarmál að Axel er sjóheitur, högglengd hans kemur sér vel á Hvaleyrinni og marg oft var hann miklu lengri í teighöggum en félagar hans. Það nýtti hann sér vel á hringnum. Páll Ketilsson ræddi við hann eftir hringinn.