Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 21:36

Allenby hitti konuna sem kom honum til hjálpar

Það hefur ýmislegt gengið á hjá ástralska kylfingnum Robert Allenby á undanförnum dögum. Hann var laminn og rændur eftir heimsókn á veitingastað á Hawaii og er Allenby sannfærður um að honum hafi verið rænt eftir að hafa misst meðvitund á veitingastaðnum s.l.föstudag. Allenby telur að svefnlyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans á veitingastaðnum eða að hann hafi verið rotaður á salerninu.

Í gær hitti Allenby heimilislausa konu sem kom að tveimur mönnum sem voru að berja á Allenby – og við það kom styggð að mönnunum sem forðuðu sér á braut. Allenby telur að konan hafi bjargað sér á þessu augnabliki eins og fram kemur í viðtalinu hér fyrir neðan.

Margir lausir endar eru í frásögn Allenby og margir efast um að hann hafi lent í mannráni eins og hann hefur haldið fram. Lögreglan er enn að rannsaka málið.