Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 16:56

Ai Miyazato sigraði í Arkansas

Ai Miyazato frá Japan bar sigur úr býtum á Walmart NW Arkansas Championship mótinu á LPGA-mótaröðinni sem lauk um helgina. Hún lék lokahringinn á 65 höggum eða sex höggum undir pari og náði að vinna upp nokkurra högga forystu Veronicu Felibert sem náði sér ekki á strik á lokahringnum.

Miyazato lék samtals á tólf höggum undir pari og varð einu höggi betri en Mika Miyazato og Azahara Munoz frá Spáni. Vert er að taka fram að Mika Miyazato er ekki systir Ai líkt og margir halda.

Hér að ofan má sjá samantekt frá lokahringnum í mótinu.

Lokastaðan