Afastrákur Nicklaus fór holu í höggi á Masters
Það er enginn sem á jafn magnaða sögu á Masters og Gullbjörninn, Jack Nicklaus. Sonarsonur hans, Gary, átti eitt af augnablikum gærdagsins þegar hann fór holu í höggi í Par 3 holu mótinu. Hann var kylfusveinn fyrir afa sinn en fékk að slá á síðustu holunni og gerði það með stæl þegar boltinn endaði í holu.
Ekki amalegt þegar maður er með þremur af stærstu kylfingum sögunnar í holli, afanum Jack, Tom Watson og Gary Player. „Hann er í holu, hann er í holu,“ sagði Player þegar hann sá boltann enda á flötinni og taka góðan bakspuna. Boltinn rann ljúft í holuna og eins og sjá má á myndbandinu urðu mikil fagnaðarlæti. Stráksi á ekki langt að sækja hæfileikana og er með flotta sveiflu.
Listen in as @garyplayer narrates Gary Nicklaus Jr.'s hole-in-one on No. 9 of the Par 3 Contest. #themasters pic.twitter.com/9NTARoy3gE
— Masters Tournament (@TheMasters) April 4, 2018