5. þáttur Sjónvarps Kylfings: Meistarar í sviðsljósinu
Fimmti þáttur Sjónvarps Kylfings er kominn í „loftið“ og aðgengilegur á Youtuberás kylfing.is. Í þættinum förum við á Selfoss og hittum Hlyn Geir Hjartarson afrekskylfing og ræðum við hann um golfið á Selfossi en góð lausn náðist nýlega í landamálum klúbbsins. Við hittum líka tvo af mestu afrekskylfingum landsins, þá Birgi Leif Hafþórsson sexfaldan Íslandsmeistara og atvinnumann og Ólaf Björn Loftsson sem einu sinni hefur hampað Íslandsmeistaratitlinum. Þeir rifja upp golfferilinn og svara svo erfiðum golfspurningum. Svo rifjum við aðeins upp Íslandsmótið í höggleik sem fram fór á Leirdalsvelli 2014 en Íslandsmótið í höggleik 2015 verður á Akranesi í þessari viku.
Þátturinn er einnig sýndur frá kl. 21.30 á ÍNN í kvöld, miðvikudag og endursýndur í sólarhring á eftir og aftur um helgina.
Hlynur Geir er í góðum málum á Selfossi. Svo rifjum við upp Íslandsmótið í höggleik 2014 .