Miðvikudagur 15. júlí 2015 kl. 12:00

4. þáttur Sjónvarp Kylfings: Suðurnesjamenn í Englandsgolfi, Setbergsbræður og trillugolf

Það er komið víða við í 4. þætti Sjónvarps Kylfings. Þrír bræður í Golfklúbbi Setbergs fara á kostum og sömuleiðis kylfingar úr Golfklúbbi Suðurnesja á Englandi en þeir hafa farið í golfferðir til Bretlands í aldarfjórðung. Þeir léku á Goodwood golfsvæðinu í Sussex og við skoðum það líka sérstaklega í þættinum.
Þá heimsækjum við Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd sem er með áhugarverðari 9 holu völlum landsins, fáum skoðun Huldu Birnu Baldursdóttur PGA golfkennara á þýðingu golfs fyrir börn og unglinga og hvers vegna hún hafi byrjað í golfi. Við skoðum gamla frétt þegar kylfingur sló boltum úr trillu í Bergvíkinni á Hólmsvelli í Leiru inn á flöt. Þá er nettur kennslupistill frá Karen Sævarsdóttur, áttföldum Íslandsmeistara kvenna.



Þátturinn er hér á kylfingur.is í HD myndgæðum sem við sýnum á YouTube rásinni. Við lentum í smá vandræðum með myndefni sem við fengum sent frá Englandi sem gerði það að verkum að birting þáttarins á YouTube rás Víkurfrétta/kylfings.is seinkaði. Við biðjumst velvirðingar á því.  

5. þáttur Kylfings verður sýndur í næstu viku, frá og með miðvikudeginum 22. júlí. Þá hittum við fyrir tvo Íslandsmeistara í höggleik, þá Birgi Leif Hafþórsson og Ólaf Björn Loftsson og heimsækjum Hlyn Geir Hjartarson og tökum stöðuna á Selfossi. Kíkjum svo aðeins á myndir frá lokadegi Íslandsmótsins í höggleik í fyrra í Leirdal, auk annars efnis.

Suðurnesjakyflingar hafa farið oft í golfferðir til Bretlands á vorin. Við fylgjum þeim aðeins á Goodwood golfsvæðinu í Englandi.

Kálfatjarnarvöllur er mjög áhugverður og skemmtilegur 9 holu völlur á Suðurnesjum.



Goodwood golfsvæðið í Englandi er með 2 golfvelli og ýmislegt fleira skemmtilegt í boði.


Við skoðum innáhögg Ævars Finnssonar úr Bergvíkinni fyrir nokkrum árum. Fleygjárnið beint úr trillunni.



Karen Sævarsdóttir, áttfaldur Íslandsmeistari er með golfkennslu.

Ásta Birna Baldursdóttir PGA golfkennari ræðir um gildi golfíþróttarinnar og af hverju hún byrjaði í íþróttinni.