3. þáttur Kylfings: Litli klúbburinn á höfuðborgarsvæðinu, landsliðið og 3 golfskvísur
Það er flott golf og fjör í 3. þætti Sjónvarps Kylfings en hann er kominn í sýningu á YouTube rásinni. Hann er einnig sýndur fyrst á ÍNN kl. 21.30 í kvöld, miðvikudag.
Við heimsækjum einn minnsta golfklúbbinn á höfuðborgarsvæðinu en Golfklúbbur Setbergs fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári. KPMG bikarinn þar sem sem landsliðin, unglinga-, kvenna- og karla léku gegn pressuliðinu fór fram í Grafarholti og við vorum þar með kamerur á lofti og ræddum við landsliðsþjálfarann.
Afrekskylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir frá Akranesi og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Hafnarfirði segja okkur frá bernskubreki í golfi og svara svo fjölbreyttum spurningum. Eins og við var að búast gekk þeim misvel að svara áhugaverðum spurningum Kylfings.is.
Við fórum einnig á stelpudaginn í Leirdalnum og ræðum golfmálin við Huldu Birnu Baldursdóttur, nýútskrifaðs PGA golfkennara.
Landsliðið og pressuliðið sýndu flotta takta á KPMG deginum í Grafarholti.
Setbergið er lítill golfklúbbur með 9 holu völlur en ákaflega vinsæll! Hann er 20 ára og við kíktum í afmæli.
Hulda Birna golfkennari segir okkur frá skemmtilegum stelpudegi í Leirdal og kemur með flotta leiðsögn um það hvernig við getum fækkað þrípúttunum. Hver vill ekki gera það?