2. þáttur Sjónvarps Kylfings: Afrekskylfingar í prófi, Mosó og Belfry
- einnig sýndur á ÍNN í kvöld kl. 21.30 og í HD á kylfingur.is
Annar þáttur sumarsins hjá Sjónvarpi Kylfings er kominn í sýningu á YouTube rásinni. Hann er einnig sýndur fyrst á ÍNN kl. 21.30 í kvöld, miðvikudag. Í þættinum heimsækjum við GolfklúbbMosfellsbæjar en hann varð til eftir sameiningu tveggja klúbba fyrr á árinu, Kjalar og Bakkakots.
Við tökum einnig nokkrar holur á Brabazon vellinum á Belfry golfsvæðinu í Englandi en það er einn þekktasti golfvöllur Bretlandseyja. Þar hefur Ryder bikarinn verið leikinn fjórum sinnum, oftar en á nokkrum öðrum velli. Belfry er aðeins í um 15 mínútna aksturfjarlægð frá Birmingham flugvellinum en þangað flýgur Icelandair í hverri viku.
Við fáum afrekskylfingana Andra Þór Björnsson og Harald Franklín Magnús í Golfklúbbi Reykjavíkur í spurningapróf þar sem þeir fara á kostum. Þá fáum vip vipp og púttkennslu hjá Karen Sævarsdóttur golfkennara í GS.
„Ný“ eyjahola í Bakkakoti var spiluð.
Létt golfkennsla hjá Karen.
Ánægðir kylfingar í golfi á Hlíðavelli.