Fréttir

Xander Schauffele kominn í efsta sætið í Japan
Schauffele lék frábærlega á öðrum hring
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 30. júlí 2021 kl. 09:53

Xander Schauffele kominn í efsta sætið í Japan

Annar hringur golfkeppni Ólympíuleikanna fór fram í nótt.

Xander Schauffele átti frábæran hring þegar hann lék á 8 höggum undir pari og lyfti sér upp í efsta sætið á samtals 11 höggum undir pari.

Carlos Ortiz frá Mexico situr í öðru sætinu höggi á eftir Schauffele og í þriðja sæti koma Mito Pereira frá Chile, Svíinn Alex Noren, Sepp Straka frá Austurríki sem leiddi eftir fyrsta keppnisdag og heimamaðurinn Hideki Matsuyama. Þeir eru allir 2 höggum á eftir Schauffele.

Rory McIlroy átti góðan hring og er á meðal kylfinga sem sitja 3 höggum á eftir efsta sætinu. Það stefnir allt í mjög spennandi keppni síðustu tvo dagana þar sem margir kylfingar geta blandað sér í baráttuna um verðlaun.

Staðan á leikunum