Fréttir

Woods yngri fékk skell
Feðgarnir saman á vellinum.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 23. febrúar 2024 kl. 09:34

Woods yngri fékk skell

Charle Woods, sonur Tigers lenti heldur betur í vandræðum á mánudags úrtökumóti fyrir PGA mót. Hann lék á 86 höggum, 16 höggum yfir pari og þarf því að bíða eitthvað lengur til að fá þátttökurétt á móti á PGA mótaröðinni.

Woods ungi fékk ekki einn fugl á hringnum og á tólftu holu urðu höggin 12. Fjörutíu og sjö högg á fyrri níu holunum og 39 á seinni. 

Charlie hefur verið í sviðsljósinu því kappinn þykir mjög efnilegur auk þess að vera sonur frægasta kylfings heims.

Sveifla Hans þykir vera bland af sveiflu föður síns og Rory’s McIlroy. Það ætti ekki að vera slæmt.