Fréttir

Wood sigraði í Katar eftir örn á lokaholunni
Laugardagur 26. janúar 2013 kl. 19:18

Wood sigraði í Katar eftir örn á lokaholunni

Englendingurinn Chris Wood vann í dag sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Hann tryggði sér sigurinn með því að..

Englendingurinn Chris Wood vann í dag sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá örn á 18. holunni í Katar þar sem Qatar Masters mótið fór fram.

Hann lék samtals á 18 höggum undir pari og varð einu höggi betri en þeir George Coetzee frá Suður Afríku og Spánverjanum Sergio Garcia sem deildu öðru sætinu. Coetzee og Garcia voru efstir í klúbbhúsi þegar Wood átti eftir að ljúka leik og þurfti hann á fugli að halda til að komast í bráðabana um sigurinn.

Wood gerði hins vegar gott betur, fékk frábæran örn og vann um leið sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni. Hann fær um 310 þús. evrur fyrir sigur sinn eða um 50 milljónir króna.