Fréttir

Will Zalatoris nýliði ársins á PGA mótaröðinni
Zalatoris var kosinn nýliði ársins á PGA mótaröðinni.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 11:40

Will Zalatoris nýliði ársins á PGA mótaröðinni

Fyrsta mót keppnistímabilsins á PGA mótaröðinni Fortinet Championship fer fram í þessari viku í Napa í Kaliforníufylki.

Í aðdraganda mótsins afhenti mótaröðin Will Zalatoris, Arnold Palmer verðlaunin sem nýliði ársins á síðasta tímabili. Það er vel við hæfi þar sem Zalatoris gekk í Wake Forrest háskólann þar sem Palmer er goðsögn eftir veru sína þar.

Zalatoris endaði 8 sinnum á meðal 10 efstu og náði í gegnum niðurskurðinn 21 sinni í þeim 25 mótum sem hann tók þátt í. Hápunkturinn var 2. sæti á Masters mótinu í nóvember á síðasta ári.

Garrick Higgo varð annar í kjörinu en hann sigraði á Palmetto Championship í júní.