Fréttir

Viðtal við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur
Guðrún Brá Björgvinsdóttir atvinnukylfingur.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
miðvikudaginn 1. desember 2021 kl. 09:51

Viðtal við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur

Blaðamaður Kylfings setti sig í samband við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem lauk á dögunum frábæru tímabili á Evrópumótaröð kvenna. Mikill og góður stígandi hefur verið í leik Guðrúnar sem er í dag á okkar fremsti atvinnukylfingur.
Til hamingju með frábæran endi á mjög góðu tímabili. 75 sæti á stigalistanum, hvað þýðir það fyrir framhaldið? Sérðu fram á að komast inn á fleiri og sterkari mót á næsta tímabili? 
Takk fyrir. Það þýðir að á næsta ári raðast ég í catagoryu 14 sem ætti að koma mér inn í öll mót nema risamótin. Covid hafði veruleg árhif á dagskrána í ár þannig já sé fram á fleiri mót á næsta ári. Eins og er þá eru fleiri mót fyrirhuguð á næsta ári enn var í ár.
Hvað tekur nú við? Hvernig hyggstu undirbúa þig fyrir næsta tímabil og hvenær byrjar það?
Núna tekur við smá golf hvíld og jólavinna í Kúnígúnd. Ég byrja strax eftir áramót á fullu að undirbúa mig fyrir næsta tímabil sem hefst í febrúar. Ég set mikla áherslu á líkamsrækt næstu vikurnar. Ég hef ekki alveg neglt niður skipulagið enn þá enn sé fram á að æfa svolítið heima með þjálfaranum mínum og svo fara eitthvert út að undirbúa mig í aðeins hlýrra veðri fyrir fyrsta mótið. 
Þú sýndir mikinn stöðugleika á tímabilinu. Komst 12 sinnum í gegnum niðurskurðinn í 16 mótum. Hvað er það helst sem þér finnst að þú þurfir að bæta til að berjast um allra efstu sætin og eiga möguleika á sigri?
Já er dugleg að skrá tölfræði þannig les reglulega út úr henni hvað má fara betur og hvar ég spara mér flestu högginn. Tvennt sem ég ætla að leggja mikla áherslu á er skor á par3 holum og pútt frá 2-5 metra. Tel mig vanta lítið upp á til þess að vera að berjast um efstu sætin.
Það vakti athygli mína á dögunum þegar ég las viðtal við hina 18 ára gömlu Atthaya Thitikul hversu flott umgjörðin er í kringum hana. Hún ferðast á öll mót með umboðsmanni og kylfusveini. Er eitthvað sérstakt í umgjörðinni sem þú telur að geti hjálpað þér að ná enn betri árangri? Eins og til dæmis að vera með fastan kylfusvein sem ferðast með þér á öll mót?
Já það hjálpar klárlega að hafa kylfusvein með sér sem þú treystir og getur hjálpað þér á vellinum. Ég vonast til að geta tekið kylfusvein eða þjálfara með mér oftar á næsta ári. Kostnaðurinn er meiri og hef ég reynt að forgangsraða þegar ég hef kost á því enn draumurinn er að geta haft einhvern með mér í hvert mót. 
Settirðu þér markmið fyrir tímabilið sem var að klárast? Ertu eitthvað farin að huga að markmiðum fyrir næsta tímabil?
Já set mér alltaf markmið fyrir hvert tímabil þar meðal annars að halda kortinu sem ég gerði. Já ég veit hvað ég vil gera á næsta ári enn á eftir að setja þau markvisst niður. 
Hvað þarf að gerast til að þú fáir að spila á risamóti á næsta tímabili? Er það staða á heimslista eða eitthvað annað sem ræður því?
Það er orðið erfiðara fyrir okkur á að spila okkur inn á risamót í gegnum lista LET þar sem mjög fá sæti eru tekin frá fyrir LET spilara. Enn á hverju ári eru úrtökumót bæði fyrir opna breska og bandaríska sem ég stefni á að taka þátt í. 
Hvaða völl var skemmtilegast að spila á mótaröðinni í ár. Hvaða land var skemmtilegast að heimsækja?
Mér fannst skemmtilegasti völlurinn í ár Ahus í Svíþjóð. Mjög flottur völlur og var í rosalega góðu  ástandi þegar við spiluðum þar. Skemmtilegasta landið var Sviss. Mér finnst alltaf jafn fallegt að koma þangað. 
Hvernig er stemmingin á mótaröðinni? Hefurðu eignast einhverjar vinkonur sem þú eyðir meiri tíma með en öðrum?
Stemmningin er mjög góð. Allir mjög skemmtilegir og hjálplegir þótt allir séu að keppa á móti hvor annarri. Já er með hóp í kringum mig af stelpum sem eru orðnar mjög góðar vinkonur mínar sem ég ferðast oftast með.
Nú ertu væntanlega farin að venjast betur lífinu á mótaröðinni. Er eitthvað sem hefur komið sérstaklega á óvart við að lifa drauminn ef svo má segja? 
Nei svo sem ekki. Manni líður alltaf betur og betur eftir því sem maður er komin meiri inn í hlutina og hvernig allt virkar. Fyrsta árið var maður svolítið að koma sér fyrir. Liðakeppnin í ár setti skemmtilega tilbreytingu á mótaröðina þar sem maður kynnist spilurunum á annan hátt og eignast enn fleiri vini. 
Áttu einhverja skemmtilega sögu frá tímabilinu?
Búið að vera frekar furðulegt ár út af Covid þannig þurftum að gera ýmislegt öðruvísi í ár enn fyrri ár. Maður er alltaf að lenda í einhverju - til dæmis komu töskurnar mínar á Ítalíu og út af ströngum covid reglum mátti ég einu sinni ekki fara út í búð að bjarga mér að kaupa nauðsynjavörur. Þannig að styrktaraðilarnir gáfu mér poka með sokkum, tannbursta og einu golfdressi sem þurfti að duga mér þangað til að töskurnar skiluðu sér daginn fyrir mót. Einu sinni sprakk dekk hjá mér þegar ég var ein að keyra á Spáni enn heppinn var ég að strákur sem var að labba fram hjá mér koma og hjálpaði mér. Áttum við fullt í fangi tvö saman að tjakka bílinn upp þar sem hann var í svo miklum halla.