Public deli
Public deli

Fréttir

Ungur kylfingur af Seltjarnarnesi með holu í höggi í annað skipti í sumar
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 16. september 2023 kl. 07:00

Ungur kylfingur af Seltjarnarnesi með holu í höggi í annað skipti í sumar

Skarphéðinn Egill Þórisson 13 ára kylfingur í Nesklúbbnum gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 5. braut á Nesvellinum mánudaginn 11. september. Skarphéðinn sló með 5 járni af 170 metra færi. Piltur var að fara holu í höggi í annað sinn á árinu því hann fór einnig holu í höggi á Costa Ballena í æfingaferð Nesklúbbsins í vor. Líklega ekki margir á þessum aldri með tvö stykki HOLE IN ONE á ferilskránni, eins og fram kemur á Facebooke síður Nesklúbbsins.

Kylfingur óskar Skarphéðni til hamingju með fáheyrt afrek.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024
Skarphéðinn eftir draumahöggið á Costa Ballena