Fréttir

Ungur Japani hitti goðið sitt frá Englandi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 10:55

Ungur Japani hitti goðið sitt frá Englandi

Einn harðasti aðdáandi Englendingsins Tommy Fleetwood er ungur peyi í Japan sem heitir Ryota Kayo. Hann hefur hitt goðið sitt tvisvar, nú síðast á PGA móti í Japan í október.

Ungi Japaninn hitti Fleetwood fyrst á PGA móti í Japan árið 2019. Þá var hann að fylgja Tiger Woods en Fleetwood var í sama ráshópi og þeir áttu spjall saman. Sá ungi heillaðist af Englendingnum snjalla sem er þekktur fyrir hraða sveiflu. Hann sendi honum bréf fyrr í ár þar sem hann segist hafa hitt hann fyrir tveimur árum og eigi áritaðan hanska frá honum og langi að hitta hann aftur. Hann stundi golf af miklum áhuga og reyni að læra sem mest af sveiflu Fleetwood. 

Á mótinu nú í október urðu fagnaðarfundi með þeim félögum. Japaninn ungi var líka í Everton fótboltabúningi merktum Fleetwood sem er harður stuðningsmaður liðsins frá Liverpool í Englandi. 

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Fleetwood á mótinu í Japan. Ungi peyinn auðvitað með.