Fréttir

Tvíburar í fyrsta skipti á meðal 100 efstu á heimslistanum
Rasmus Højgaard hefur sigrað þrisvar sinnum á DP World Tour þrátt fyrir ungan aldur.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 5. desember 2021 kl. 15:32

Tvíburar í fyrsta skipti á meðal 100 efstu á heimslistanum

Tvíburar verða í fyrsta skipti á meðal 100 efstu á heimslistanum í golfi á morgun þegar Nicolaj Hojgaard hittir þar fyrir bróður sinn Rasmus.

Þessir tvítugu tvíburabræður sem gerðust atvinnumenn árið 2019 eiga bjarta framtíð fyrir sér í golfinu og hafa þegar báðir sigrað á DP World Tour mótaröðinni, Nicolaij einu sinni og Rasmus þrisvar sinnum.

Rasmus er sem stendur í 97. sæti listans og Nicolaj í 102. sæti en það er þegar ljóst að hann verður á meðal 100 efstu þegar nýr listi verður birtur á morgun.

Danskir kylfingar hafa gert það mjög gott að undanförnu og gæti farið svo að nokkrir Danir verði í næsta Ryder liði Evrópu ef svo heldur fram sem horfir.