Fréttir

Þrjátíu konur á golfmóti FKA í Leirunni
Helga Björg Steinþórsdóttir (fyrir miðju), Sólveig Pétursdóttir, Þórunn og Birna Hreiðarsdóttir.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 12. september 2023 kl. 06:51

Þrjátíu konur á golfmóti FKA í Leirunni

Rúmlega þrjátíu konur mættu í golfmót Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA en það var haldið á Hólmsvelli í Leiru fyrir skömmu. Atvinnukylfingurinn fyrrverandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi ráðherra ásamt rúmlega þrjátíu öðrum konum skemmtu sér frá morgni til kvölds en eftir mótið var verðlaunaafhending og kvöldverður. 

„Tengslamyndum í FKA fer fram á margvíslegan hátt og eru hinar árlegu golfferðir FKA mjög góð leið til að efla tengslanetið og undirbúningur er hafinn fyrir golfferð sem farin verður í vor og verða dagsetningar kynntar fljótlega,“ segir í frétt frá FKA.

Margeir golfferð
Margeir golfferð

 Úrslit voru eftirfarandi:

Í þriðja forgjafaflokki:

  1. Anna Birgitta Geirfinnsdóttir
  2. Ólöf Guðmundsdóttir
  3. Dagbjört Þórey Ævarsdóttir

Annar forgjafaflokkur:

  1. Karólína Helga Símonardóttir
  2. Þóra Valný Yngvadóttir
  3. Margrét Ingþórsdóttir 

Fyrsti forgjafaflokkur:

  1. Guðrún Þorsteinsdóttir
  2. Elna Christel Johansen
  3. Sólveig Guðrún Pétursdóttir