Fréttir

Thriston Lawrence fyrsti sigurvegari DP World Tour
Thriston Lawrence með verðlaunagripinn.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 28. nóvember 2021 kl. 10:17

Thriston Lawrence fyrsti sigurvegari DP World Tour

Heimamaðurinn Thriston Lawrence stóð uppi sem sigurvegari á Joburg Open mótinu í Suður Afríku. Hann varð þar með fyrsti kylfingurinn til að sigra á DP World Tour mótaröðinni sem áður var Evrópumótaröðin. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Lawrence á annari af stóru mótaröðunum.

Mótshaldarar höfðu áður tekið ákvörðun um að stytta mótið niður í 54 holur til að auðvelda keppendum að ferðast til síns heima vegna nýs afbrigðis covid 19. Að auki þurfti að fella niður hring gærdagsins vegna þrumuveðurs og var því staðan eftir 36 holur látin gilda.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Lawrence lék báða hringina á 65 höggum og var samtals á 12 höggum undir pari. Hann varð fjórum höggum á undan næsta manni sem var landi hans Zander Lombard. Shaun Norris og Ashely Chesters urðu jafnir í þriðja sæti á 7 höggum undir pari.

Hinn 24 ára Lawrence hafði fram til þessa aðeins leikið á 22 mótum á Evrópumótaröðinni og sex sinnum náð að komast í gegnum niðurskurðinn. Besti árangur hans var 17. sæti. Sigurinn tryggir honum þátttökurétt á mótaröðinni út árið 2023 og keppnisrétt á Opna mótinu í sumar.

Lokastaðan í mótinu