Nettó - Samkaup
Nettó - Samkaup

Fréttir

Þórdís og Sigurbjörn sigruðu í Grindavík
Frá Grindavík á laugardag. Ljósmynd: Facebook/LEK
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
mánudaginn 27. júní 2022 kl. 11:02

Þórdís og Sigurbjörn sigruðu í Grindavík

Þau Þórdís Geirsdóttir úr GK og Sigurbjörn Þorgeirsson úr GFB sigruðu á Blue Lagoon Open, fjórða móti ICEWEAR Öldungamótaraðarinnar, sem fór fram á Húsatóftavelli Golfklúbbs Grindavíkur 25. júní sl.

Þórdís lék á 75 höggum eða á 5 höggum yfir pari en Sigurbjörn á 69 höggum eða á 1 höggi undir pari vallarins.

GKG sumarhermar
GKG sumarhermar

Í flokki 65 ára og eldri sigruðu þau Guðrún Garðars og Sæmundur Pálsson en bæði koma þau úr GR. Guðrún lék á 82 höggum eða á 12 höggum yfir pari en Sæmundur á 81 höggi eða á 11 höggum yfir pari.

Í punktakeppni voru þau Sigríður Olgeirsdóttir úr GKG og Þórhallur Sigurðsson úr GK hlutskörpust. Sigríður hlaut 31 punkt en Þórhallur 37 punkta.

Í liðakeppninni voru það GM Bjöllur sem voru hlutskarpastar í kvennaflokki og Framfarafélagið í karlaflokki.