Fréttir

Þórdís og Ragnheiður keppa á sterku móti á La Sella
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 22:15

Þórdís og Ragnheiður keppa á sterku móti á La Sella

Þórdís Geirsdóttir GK og Ragnheiður Sigurðardóttir GKG hefja leik á morgun á Aþjóðlega Spænska mótinu í tvímenningi (INTERNACIONAL DE ESPAÑA DOBLES SENIOR FEMENINO 2023). 

Fyrri hringurinn er betri bolti og seinni daginn er leikinn foursome. Leikið er á La Sella golfvellinum á Spáni. Að loknum fyrstu tveimur dögunum tekur við þriggja daga einstaklingskeppni, þar sem skorið er niður eftir tvo fyrstu hringina. Um er að ræða mjög sterkt mót þar sem forgjöf Ragnheiðar sem er aðeins 5,5 er í hærri kantinum. 

„Við erum mjög spenntar að keppa á þessu móti, en þetta er í fyrsta skipti í sögu golfs á Íslandi sem tvær konur taka þátt í svona móti.  Mótin eru öll að styrkjast mjög með hverju árinu. Við ætlum að byrja hér og reyna svo við fleiri mót en við Ragnheiður erum búnar að keppa mikið saman erlendis og konur sem við höfum verið að keppa við hvöttu okkur til að taka þátt“, sagði margfaldur Íslandsmeistari Þórdís Geirsdóttir í samtali við kylfing.

Þær stöllur eiga rástíma kl 10:40 í fyrramálið. 

Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins hér