Fréttir

Sumargolfgleði á Jaðarsvelli á Akureyri
Það var sumargleði á Jaðarsvelli 11. maí þegar þessar myndir voru teknar. Hér sést yfir á 18. flötina. Myndir/GuðrúnKarítas.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 17:26

Sumargolfgleði á Jaðarsvelli á Akureyri

Kylfingur á norðurlandi fagna blíðu og hagstæðum vetri og spranga nú um á Jaðarsvelli sem hefur opnað á sumarflatir. „Ég man ekki eftir að völlurinn hafi verið opnaður á átján sumarflatir snemma í maí. Jaðarsvöllur er iðagrænn og hér brosa kylfingar breitt í ástandi eins og við höfum vanalega séð í lok júní,“ sagði Jón Steindór Árnason, stjórnarmaður í Golfklúbbi Akureyrar þegar kylfingur.is sló á þráðinn til hans 11. maí en þá sýndi hitamælirinn 16,5 gráðu hita.

„Veturinn var okkur þægilegur. Lítið um umhleypingar og völlurinn kemur betur undan honum en nokkru sinni fyrr. Þetta leggst mjög vel í okkur hér fyrir norðan og horfum björtum augum til sumarsins.“

Aðspurður segir Jón Steindór að uppselt sé í fjögur stærstu opnu mót klúbbsins í sumar. „Það var uppselt í Artic mótið í nóvember en það hefur fest sig í sessi hjá mörgum, útlendingum og íslenskum kylfingum.  Svo er orðið fullbókað í önnur þrjú stærstu og vinsælustu mót sumarsins.“

Það hefur ekki oft gerst að kylfingar hafi setið úti á palli á Jaðri 11. maí.