Fréttir

Suður Kóreu stúlkur sterkar á heimavelli
Ko lék best allra í Suður Kóreu í nótt.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 22. október 2021 kl. 07:04

Suður Kóreu stúlkur sterkar á heimavelli

Heimastúlkur eru í aðalhlutverki á BMW Ladies Championship mótinu í Busan Suður Kóreu. Af ellefu efstu stúlkum mótsins eru átta frá Suður Kóreu.

Hee Jeong Lim og Na Rin An eru efstar á 11 höggum undir pari eftir tvo hringi. Danielle Kang og In Gee Chun eru jafnar í öðru sæti á 10 höggum undir pari.

Jin Young Ko lék annan hringinn á 64 höggum sem var besta skor dagsins. Hún situr í 5. sæti á 9 höggum undir pari og verður að teljast líkleg til afreka miðað við hvernig hún hefur leikið undanfarið.

Ko lék fyrsta hringinn á 71 höggi og náði því ekki að bæta met Anniku Sörenstam yfir flesta hringi í röð á undir 70 höggum á LPGA mótaröðinni. Þær deila því metinu, 14 hringir í röð á færri höggum en 70.

Staðan í mótinu