Fréttir

Styrktarmót afrekskylfinga GKG
Fimmtudagur 15. febrúar 2024 kl. 07:09

Styrktarmót afrekskylfinga GKG

Afrekskylfingar í GKG þeir Aron Snær, Gunnlaugur Árni & Kristófer Orri eru að halda hermamót til styrktar vegferð sinni í atvinnu- og áhugmannagolfi sem framundan er á komandi keppnistímabili. 

Mótið verður leikið í TrackMan golfhermi á Royal Drottningholm Golf Club í Svíþjóð. Leiknar verða 9 holur (fyrri 9) og hafa kylfingar til 3. mars til þess að leika hringinn.

Mótið er opið öllum og hægt er að spila allstaðar í heiminum þar sem er TrackMan golfhermir. Leikfyrirkomulag er höggleikur með forgjöf og veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin. Einnig verður veitt verðlaun fyrir besta skor í mótinu.

​Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir lengsta dræv á 6. og 7. holu og næst/ur holu á 5. og 8. holu.

Heildarverðmæti vinninga er um 250.000 kr.

Mótsgjald er einungis 2.500 kr. (TrackMan hermaleiga ekki innifalin).

Einnig er hægt að styrkja okkur með frjálsu framlagi á eftirfarandi reikning:

Reiknisnúmer : 2200-26-211205

Kt: 211205-2020

Karlar leika á teigum III (5404m) og konur á teigum V (4248m)

Hægt er að skrá sig í mótið í með því að smella hér

Vakni spurningar eða vandræði við skráningu þa er hægt að hafa samband við [email protected].

Skipuleggjendur þakka Prósjoppunni sérstaklega fyrir veittan stuðning.