Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Stjórstjörnur í St. Andrews - Rory í hópnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 28. september 2022 kl. 21:38

Stjórstjörnur í St. Andrews - Rory í hópnum

Rory Mclroy er meðal keppenda á Dunhill Links mótinu á DP Evrópumótaröðinni sem hefst á fimmtudag. Að vanda er leikið á þremur mögnuðum völlum, Gamla vellinum á St. Andrews, Kingsbarns og Carnoustie.

Rory er á toppi stigalistans og ætlar að halda sinni stöðu og enda á toppi mótaraðarinnar en hann vann Fex-Ex mótaröðina í Bandaríkjunum fyrir nokkru síðan.

Þáttur í að tryggja stöðuna á toppi stigalistans er góð frammistaða í þessu Dunhills Links móti sem er eitt af stærri mótum ársins á DP mótaröðinni.

En það eru fleiri stórkylfingar í hópnum eins og Englendingurinn Matt Fitzpatrick, sigurvegari á US Open í sumar og N-Írinn Shane Lowrie. Þeir tveir hafa báðir sigrað á risamóti. 

Mótið er þekkt fyrir að vera einnig mót áhugamanna, frægir einstaklingar er boðið í mótið og leikin er sérstök liðakeppni samhliða einstaklingskeppninni á mótinu. 

Rory með föður sínum sem er ávallt í þessu móti í St. Andrews.