Fréttir

Steve Stricker að jafna sig eftir alvarleg veikindi
Steve Stricker lenti í alvarlegum veikindum undir lok síðasta árs.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 7. janúar 2022 kl. 11:39

Steve Stricker að jafna sig eftir alvarleg veikindi

Steve Stricker fyrirliði Bandaríkjanna í síðustu Ryderkeppni segist vera heppinn að vera á lífi eftir að hafa verið tvívegis lagður inn á spítala með bólgur í kringum hjarta. Að auki glímdi Stricker við lifrarvandamál og óreglulegan hjartslátt.

Stricker missti 12 kíló í veikindunum sem læknar hafa ekki fundið neina skýringu á. Í viðtali við Wisconsin Golf sló hann á létta strengi og sagðist líta út eins og 85 ára gamall maður með húðina hangandi utan á sér.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Hann er nú staddur í Bradenton í Flórída þar sem hann jafnar sig af veikindum og segist vera á réttri leið. Hjartslátturinn orðinn reglulegur og uppbyggingarfasi tekinn við. Hann hefur sett sér það markmið að snúa aftur á golfvöllinn í mars þegar Players mótið fer fram í Jacksonville.